Ég er búin að vera frá af ýmsum ástæðum. Fátt heimilisfólk (ég og Haukur Þór) tíðar ferðir til Rvíkur, Edinborgar og í Borgarnes. (hef ekki þurft að elda þar)
En nú skal tekið á því og eldað. Óli er að koma heim á morgun og Gíslína eftir 8 daga.
Í kvöldmaturinn var frekar auðveldur.
Tortillakökur smurðar með rjómaosti, renningur af skinku lagður á miðjuna og salatblað þar ofan á rúllað upp eins og pönnuköku og nammi namm. Með þessu drukkum við boost sem búið var til úr AB mjólk, vatnsmelónu, jarðarberjum, mangó og bláberjasaft. Léttur réttur sem fer vel í maga.
No comments:
Post a Comment