Thursday, May 7, 2015

Ég þarf að borða oftar en ég blogga

Ég er búin að vera frá af ýmsum ástæðum.  Fátt heimilisfólk (ég og Haukur Þór) tíðar ferðir til Rvíkur, Edinborgar og í Borgarnes. (hef ekki þurft að elda þar)
En nú skal tekið á því og eldað.  Óli er að koma heim á morgun og Gíslína eftir 8 daga.


Í kvöldmaturinn var frekar auðveldur.
Tortillakökur smurðar með rjómaosti, renningur af skinku lagður á miðjuna og salatblað þar ofan á rúllað upp eins og pönnuköku og nammi namm.  Með þessu drukkum við boost sem búið var til úr AB mjólk, vatnsmelónu, jarðarberjum, mangó og bláberjasaft. Léttur réttur sem fer vel í maga.

No comments:

Post a Comment